Vegna forfalla bráðvantar viðbót við frábæran starfsmannahóp Leikhóla í Ólafsfirði.
Um er að ræða 100% stöðu og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stuðlar að velferð barna í samstarfi við foreldra og leikskólakennara.
- Hefur umsjón með hóp barna í matartímun og skipulögðum stundum
- Námið fer fram bæði úti sem inni.
Menntunar- og hæfnikröfur
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
- Stundvísi
- Hreint sakavottorð.
Launakjör eru skv. Samningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur þurfa að veita heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá komi þeir til greina í starfið.Leikskóli Fjallabyggðar er staðsettur í tveimur starfsstöðvum Leikskálum á Siglufirði og Leikhólum í Ólafsfirði. Á báðum stöðum eru börn á aldrinum 1- 6 ára
Sjá nánar um starf leikskólans á heimasíðum hans
www.leikskolinn.is/leikskalar og www.leikskolinn.is/leikholar
Umsóknum skal skilað sem fyrst, í síðasta lagi 27. desember 2024.
Nánari upplýsingar veitir Kristín María H. Karlsdóttir, leikskólastjóri, sími 847-4011, netfang kristinm@fjallaskolar.is og skal skila umsóknum á það netfang.