Landsmót Samfés

Mynd af www.samfes.is
Mynd af www.samfes.is

Landsmót Samfés var haldið á Reykjanesinu dagana 3.-5 október sl. Um 10 krakkar úr grunnskólum Fjallabyggðar fóru á Landsmótið. Markmið landsmótsins er að stjórnir í unglingaráðum félagsmiðstöðva landsins hafi vettvang til að mynda tengsl og kynnast nýjum hugmyndum sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna. Landsmótið er þó alls ekki einskorðað við fulltrúa úr unglingaráðum. Meginþungi Landsmótsins var í Garði en sveitarfélagið fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári. Eins og venjan er var boðið er upp á mismunandi smiðjur sem unglingarnir völdu um að taka þátt í á laugardeginum. Afrakstur þeirra smiðja var svo sýndur á hátíðarkvöldverði um kvöldið. Sú nýbreytni var á þessu móti að Landsþing Ungmennaráðs Samfés var haldið á sunnudeginum og var það í Open Space umræðustíl. Það var Ungmennaráð Samfés sem hélt utan um það.