Þórir Hákonarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri Landsmóts 50+ og Óskar Þórðarson fomaður ÚÍF
Landsmót UMFÍ 50+ 2025 – Fjör, hreyfing og samvera!
Dagana 27. - 29. júní 2025 munu Siglufjörður og Ólafsfjörður iða af lífi, fjöri þegar Landsmót UMFÍ 50+ fer fram! Mótið er haldið í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF), UMFÍ og Fjallabyggð, og er þetta viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Undirbúningur er hafinn!
Mikil spenna ríkir í Fjallabyggð eftir að samstarfssamningur um framkvæmd mótsins var undirritaður á formannafundi UÍF þann 13. febrúar sl.. Fjölmargir frá íþróttahreyfinguni í Fjallabyggð sáu sér færi á að mæta, sem sýnir hversu mikil eftirvænting ríkir fyrir þessu einstaka móti.
Allir geta verið með!
Landsmót UMFÍ 50+ er ekki aðeins íþróttakeppni, heldur líka frábær samvera fyrir fólk á öllum getustigum. Hvort sem þú ert vanur keppandi eða vilt einfaldlega njóta hreyfingar og góðs félagsskapar, þá er þetta mótið fyrir þig! Eina skilyrðið er að vera 50 ára eða eldri á árinu, og allir eru velkomnir – hvort sem þeir eru skráðir í íþróttafélag eða ekki. Einnig er stefnt að því að bjóða upp á nokkra opna keppnisflokka fyrir þá sem eru rétt við aldurstakamörkin.
Ógleymanleg upplifun í einstöku umhverfi!
Fjallabyggð er fullkominn vettvangur fyrir mótið, með stórbrotinni náttúru, frábærum aðstæðum og hlýlegri gestrisni heimamanna. Keppnir, æfingar og skemmtidagskrá munu tryggja þátttakendum ógleymanlega helgi! Hvort sem þú vilt reyna þig í klassískum íþróttagreinum, taka þátt í hópíþróttum eða einfaldlega njóta góðs félagsskapar í fallegu umhverfi, þá er þetta mótið fyrir þig.
Komdu og vertu með!
Ekki missa af Landsmóti UMFÍ 50+ 2025 – bókaðu hjá þér dagsetninguna og vertu með í þessu einstaka ævintýri!
Skráning og nánari upplýsingar verða birtar á næstu vikum, svo fylgstu með og vertu tilbúinn fyrir fjöruga og eftirminnilega daga í Fjallabyggð!