Kynning á deiliskipulagi Þormóðseyrar, Siglufirði.

Opið hús í Fjallabyggð


Gerð hefur verið tillaga að deiliskipulagi fyrir það svæði í aðalskipulagi sem er skilgreint sem athafnasvæði á Þormóðseyri. Skipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028. Af því tilefni verður haldið opið hús fyrir almenning, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tillöguna áður en hún er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Opið hús verður á tæknideild Fjallabyggðar í Ráðhúsinu á Siglufirði, Gránugötu 24 frá kl. 9:30-12:00 og 13:00-15:00 föstudaginn 5. júlí 2013.

Allir sem vilja kynna sér tillöguna eru hvattir til að mæta.

Tæknideild Fjallabyggðar