Krakkar á silfurleikum ÍR í frjálsum

Um helgina fóru krakkar frá UMSE á silfurleika ÍR í frjálsum íþróttum. Nokkrir Ólafsfirðingar hafa keppt og æft með UMSE undanfarið. Meðfylgjandi er pistill frá Ara þjálfara um gengi okkar krakka:  

Það var mikil stemmning á krökkunum á Silfurleikum ÍR en þangað fóru 10 keppendur á eigin vegum til að keppa. Óhætt er að segja að þau voru í miklu stuði og uppskárum við mikið af þessu móti.

Mikill fjöldi keppenda var í flokkum 10 ára og yngri.

Í flokki stráka 8 ára og yngri voru um 80 keppendur og áttu við einn keppenda þar en það var Helgi Pétur Davíðsson (Smáranum)

Hann keppti í 60m,langstökki og 400m og bætti sinn árangur í öllum þessum greinum. Fyrir utan það þá sigraði hann í langstökki og 400m og varð þriðji í 60m, frábær árangur

Í flokki 9-10 ára áttum við tvo vaska stráka á meðal þeirra tæplega 70 sem voru skráðir til leiks. Guðmundur Smári Daníelsson (Samherjum) og Karl Vernharð Þorleifsson (Dalvík) náðu flottum árangri. Venni stórbætti sig í langstökki með 3.55m sem skilaði honum 13. sæti, Guðmundur kastaði kúlunni 7.90m sem skilaði honum 3. sæti.

Í 11 ára og eldri flokkunum stóðum við okkur vel.

Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir (Ólafsfirði) varð 2. í kúlu í flokkii 11 ára en var samt svekkt með tölurnar sínar en hún kastaði 7.19m 

Sveinborg Katla Daníelsdóttir (Samherjum) bætti sig í þrístökki (8.57m) og 60m grind (11,15 sek) 

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir (Ólafsfirði) var svolítið frá sínu besta í hástökkinu og varð í 4. sæti með 1.40m.

Leó Pétur Magnússon (Ólafsfirði) varð 6. af 14 keppendum í kúlu með 11.57m

Sólrún Friðlaugsdóttir (Smáranum) stórbætti sig í kúlu með kast upp á 8,84m sem skilaði henni í 5. sæti

Steinunn Erla Davíðsdóttir (Smáranum) mætti brjáluð í mótið og varð 2. í 60m með góða bætingu (8,28 sek) og svo stóbætti hún sig í 200m og hljóp á 26,90 sek og sigraði þá grein. Báðir tímarnir eru ný æfingahópsmet og undir úrvalslágmörkum til hamingju með það Steinunn

Anton Orri Sigurbjörnsson (Grenivík) er að komast í hrikalegt form en hann gerði tilraun til að ná undir úrvalslágmark í 800m og kom mjög einbeittur til leiks og stórbætti sig. Hann hljóp á 2.12.63 min sem er bara 0,63 sek frá úrvalslágmarki. Hann varð 2. í hlaupinu.

Tíminn hans er einnig nýtt æfingahópsmet.

Þannig að afrakstur mótsins var í verðlaunum talið 3 gull, 3 silfur og 2 brons


Flottur árangur af móti þar sem voru 625 keppendur