Í október verður gerð könnun á viðhorfum meðal eldra fólks í Fjallabyggð til þjónustu sveitarfélagsins.
Verkefnið er samstarf milli Fjallabyggðar og Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) við Háskóla Íslands.
Ábyrgðaraðili eru Elísabet Karlsdóttir framkvæmdastjóri RBF.
Styrmir Magnússon, MA nemi í félagsráðgjöf mun vinna könnunina, undir leiðsögn Guðnýjar Bjarkar Eydal prófessors í
félagsráðgjöf.
Hringt verður í alla íbúa 70 ára og eldri sem búa í sjálfstæðri búsetu
í Fjallabyggð og leitað eftir þátttöku þeirra í könnunni.
Spurt verður um viðhorf til þjónustu sem er í boði og þörf fyrir frekari þjónustu.
Niðurstöður verða birtar í MA ritgerð Styrmis Magnússonar.
Áformað er að nýta niðurstöðurnar við stefnumótun í stefnumótun í málefnum eldra fólks í
Fjallabyggð.
Þátttaka hvers og eins er mikilvæg en það skal tekið fram að engum ber skylda til að taka
þátt og
frjálst er að hætta þátttöku á hvaða stigi könnunarinnar sem er.
Félagsmálastjóri Fjallabyggðar
Hjörtur Hjartarson