Kaffi Klara Ólafsfirði nýr aðili að Res Artis

Mynd: Kaffi Klara
Mynd: Kaffi Klara

Nýr kafli í starfsemi Kaffi Klöru Ólafsfirði hófst í dag þegar Kaffi Klara varð formlega aðili að Res Artis.
Markmiðið með stofnun Kaffi Klöru Art er ekki einungis það að gefa myndlistarmönnum kost á að vinna í nýju umhverfi heldur hefur koma myndlistarmannsins jákvæð áhrif á samfélagið og skilur eitthvað eftir sig, í formi sýninga eða samskipta við samfélagið og aðra myndlistarmenn á svæðinu.

Res Artis eru samtök um 600 menningarsetra, listamiðstöðva og einstaklinga í yfir 70 löndum sem bjóða upp á listamannadvöl og gestavinnustofur. Gestavinnustofur eru hluti af starfsumhverfi myndlistarmannsins og gera honum kleift að vinna í öðru umhverfi og kynnast öðrum myndlistarmönnum.

Kaffi Klara Art hefur þegar ýtt úr vör nokkrum verkefnum sem hægt er að finna á heimasíðu Kaffi Klöru. Einnig er hægt að finna allar nánari upplýsingar um Kaffi Klara Art á heimasíðu Res Artis.

Opið verður frá september fram í miðjan mars á næsta ári.  Kaffi Klara Art Residence  verður í samstarfi við aðrar listamannamiðstöðvar og menningarsetur hér á svæðinu.

Fjallabyggð óskar Kaffi Klöru til hamingju.