Jólastemmning í miðbæ Ólafsfjarðar

Föstudaginn 11. desember verður sannkölluð jólastemmning í miðbæ Ólafsfjarðar og hefst hún kl. 20:00 og verður fram eftir kvöldi. Þá verður hluta Aðalgötunar lokað og hún gerð að göngugötu.

Það sem í boði verður er:
- Gallerý Ugla
- Smíðaverkstæði Kristínar
- Listhús með myndasýningu á norðurvegg Tjarnarborgar
- Jólatónlist hljómar af svölum Arion banka
- Verslunin Valberg og Samkaup verða opnar til kl. 22:00
- Pálshús opið, bóksala og fleira
- Jólasveinar mæta á svæðið og gefa gjafir
- Kaffi Klara opin, kaffi, kökur og jólaglögg
- Kápukórinn verður á svæðinu
- Andlitsspjald sem listamaðurinn Garún málaði verður tekið í notkun
- Sauðfé, Jósef og María, verða á svæðinu
- Jólahús í miðbænum

Ef veður og aðstæður leyfa þá verður skautasvellið á tjörninni opnað.
Nú taka allir fram skautana og renna sér á ísnum undir flóðljósum og tónlist.

Nánari upplýsingar hjá Helga Jóhannssyni 845-2737 og Sigríði Guðmundsdóttur 867-1455

Sjáumst í jólaskapi.