Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Nú hefur rekstur Íþróttamiðstöðvanna á Siglufirði og Ólafsfirði verið sameinaður og til orðin íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.  Haukur Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður. Starfsemi Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar mun verða áfram á tveimur stöðum með svipuðu sniði og verið hefur og eru íbúum Fjallabyggðar beint á að hafa samband við Forstöðumann í síma 863-1466 ef málið varðar íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.