Íþrótta- og knattspyrnuskóli KF

Hér að neðan eru nánari upplýsingar um skólann sem verður starfræktur í sumar.
Íþrótta- og knattspyrnuskóli KF er fyrir krakka fædd 2007-2011 (athugið að börn fædd 2011 sækja skólann aðeins í sínum byggðarkjarna).
Knattspyrnuskólinn byrjar mánudaginn 8.júní og er starfræktur á mánudegi til fimmtudags fram til 30.júlí (17.júní er frídagur). Svo munu knattspyrnuæfingar halda áfram í ágúst og verða þær auglýstar sérstaklega þegar nær dregur. Knattspyrnuskólinn er frá kl 13:00-14:30 en þá fara krakkarnir í íþróttaskólann sem og á föstudögum.

Íþróttaskólinn byrjar mánudaginn 15.júní og er starfandi fram til 30.júlí og starfar frá 13:00-15:45 alla daga vikunnar (17.júní er frídagur).
Skólarnir eru á Ólafsfirði á mánudögum og miðvikudögum en á Siglufirði á þriðjudögum og fimmtudögum. Á föstudögum er skólinn til skiptis og verður fyrsti föstudagurinn á Ólafsfirði (Ólafsfirði 19.júní, 3. og 17.júlí en á Siglufirði 26.júní, 10. og 24.júlí).
Starfsmenn íþrótta- og knattspyrnuskólans eru Jón Aðalsteinn Kristjánsson, Örn Elí Gunnlaugsson og Alexander Már Þorláksson ásamt aðstoðarmönnum.
Mætingarstaður er ávallt sá sami nema annað sé tekið fram. Á Siglufirði er mæting að Hóli og á Ólafsfirði við Vallarhúsið. Rútan fer frá Neðra skólahúsi á Siglufirði og frá Vallarhúsinu á Ólafsfirði kl 12:45 alla daga vikunnar. Í rútunni er ávallt einhver starfsmaður úr skólanum eða frá félaginu til staðar. Leikskólabörn í báðum byggðakjörnum verða sótt í leikskólann. Áætlun varðandi rútuferðir munu birtast hér á heimasíðu félagsins um leið og það liggur fyrir (en það er verið að skipuleggja það í samráði við sveitarfélagið).

Markmiðið er að foreldrar fái tölvupóst á sunnudögum með skipulagi komandi viku. Skipulagið er unnið út frá m.a. veðurspá og þannig vita foreldrar hvað krakkarnir eru að gera og hvernig fatnað eða annað sem þau þurfa að hafa með sér. KF vill ítreka að foreldrar þurfa að senda krakkana með hollt og gott nesti.
Verðskrá:
• Íþrótta- og knattspyrnuskólinn allt sumarið: 25.000.-
• Íþróttaskóli allt sumarið: 20.000.-
• Íþróttaskóli fyrri hluti (15.júní-10.júlí eða 4 vikur): 12.000.-
• Íþróttaskóli seinni hluti (13.júlí-30.júlí eða 3 vikur): 10.000.-
• Vikugjald: 4.000.-
• Verð fyrir 2011 árganginn er helmingur þess sem gefinn er hér upp að ofan

Skráning í skólann er á tölvupósti kf@kfbolti.is þar sem koma þarf fram hversu langan tíma barnið ætlar að sækja skólann, nafn foreldra og kennitölur, netfang og GSM, nafn barnsins og kennitala. Einnig allar aðrar upplýsingar sem foreldrum finnst vert að umsjónarmaður hafi vitneskju um. Ef það eru einhverjar spurningar varðandi knattspyrnuskólann þá endilega hafið samband við Jón Aðalstein í síma 821 6867. Fyrirspurnum varðandi leikjaskólann svarar Óskar Þórðarson framkvæmdastjóri í síma 898 7093 eða kf@kfbolti.is