INTOO listahátíð á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði 7.-9. júní

Dagana 7. - 9. júní fer fram alþjóðleg listahátíð á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði. Hátíðin er jafnframt hluti af dagskrá Listahátíð í Reykjavík / Reykjavik  Arts Festival.

Siglufjörður mun iða af sköpunarkrafti alla hátíðardagana en á fjölbreyttri dagskránni eru meðal annars myndlistarsýningar, gjörningar, útilistaverk, tónleikar og ljóðalestur. Viðburðirnir fara fram bæði í Alþýðuhúsið og víðs vegar um bæinn, inni og úti.

Hátíðin ber heitið INTOO og fór fram í Danmörku árið 2023 og 2026 fer hún fram í New York. Aðgengi fyrir íbúa Íslands er því einstaklega gott í ár. 

Metnaðarfulla dagskrá hátíðarinnar má finna hér

Föstudaginn 7. júní kl. 17:30-18:00 fer fram móttaka á vegum Eyrarrósarinnar og Listahátíðar í Alþýðuhúsinu.

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði var handhafi Eyrarrósarinnar árið 2023 fyrir framúrskarandi starf á landsvísu, en Eyrarrósin beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.

Sjá nánar um viðurkenninguna og starf í Alþýðuhúsinu hér.

Hvorki er fast miðaverð á hátíðina né á einstaka viðburði. Öll greiða það sem þau hafa ráð á, en viðmiðunarverð og nánari upplýsingar um viðburðastaði og aðgengi má finna hér. Allur ágóði rennur til listafólksins sem kemur fram á INTOO

--> Hér er hlekkur á facebook viðburð hátíðarinnar

-->  Hér er hlekkur á heimasíðu hátíðarinnar þar sem finna má dagskrá, upplýsingar um listafólkið, yfirlit sýningarrýma og aðgengisupplýsingar, á íslensku og ensku: INTO festival. Hátíðin gekk undir heitinu INTO í fyrra, í ár INTOO og næsta ár verður það INTOOO í New York.

--> Hér er hlekkur á viðburðinn inn á dagskrá listahátíðar í Reykjavík: INTO Festival | Listahátíð í Reykjavík (listahatid.is)