Hundahreinsun í Ólafsfirði frestað til föstudags

Síðari hundahreinsun og sprautu meðferð hunda  í Ólafsfirði sem átti að vera í dag, frestast til föstudags vegna veðurs. Dýralæknir verður í áhaldahúsinu á milli 13:00 og 15:00.

Þeir sem ekki hafa greitt leyfis og tryggingargjald á árinu eru áminntir um að gera skil hið fyrsta svo ekki komi til leyfis sviptingar.
Allir hundar eiga að vera hreinsaðir og skoðaðir af dýralækni.
Ef dýrin hafa verið meðhöndluð af öðrum dýralækni, þá þarf að framvísa vottorði þar um.

Virðingarfyllst
Hundaeftirlitið Fjallabyggð