Hreinsunarátak í Fjallabyggð

Þann 24. – 31. maí geta íbúar hreinsað til á lóðum sínum og komið rusli út að götu þar sem það verður hirt, skilyrði fyrir því að rusl sé hirt er að það sé flokkað, garðaúrgangur og timbur sér. Fyrirtæki eru hvött til að taka til á sínu athafnasvæði. Garðaúrgangur
Þeir íbúar sem hafa tök á eru hvattir til að koma gróðurúrgangi á gámasvæðin eða jarðvegstipp, gamla náman í Ólafsfirði og uppfyllingin á Innrihafnarsvæði á Siglufirði.

Brotajárn
Á gámasvæðunum verða brotajárnsgámar þar sem fyrirtæki eru hvött til að losa sig við allt óþarfa járnarusl sem liggur í reiðileysi hjá þeim eða semja við gámafyrirtæki um að fá gáma til sín. Járnið er tekið öllum að kostnaðarlausu og góðmálmar í stærri förmum verða keyptir af viðkomandi. Nánari upplýsingar um það gefur Auðunn hjá Íslenska Gámafélaginu ehf. í síma: 840 5756.

Gámar
Á sama tíma verður tekið allt rusl á svæðum fyrir geymslugáma við Norðurtanga á Siglufirði og við Vesturhöfn og Sjávargötu í Ólafsfirði. Á þeim svæðum er gert ráð fyrir að séu eingöngu gámar og þeim sé snyrtilega upp raðað í samráði við umhverfisfulltrúa. Allt annað skal fjarlægja af svæðunum. Geymslugámar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa leifi fyrir og eru ekki í reglulegri notkun ættu að vera á til þess gerðum svæðum nema sérstaklega sé samið um annað.

Umhverfisfulltrúi