Á myndinni eru: Michael Given, Paula Sagan, Ólöf Rún Ólafsdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir
Hopp mætt í Fjallabyggð
Í dag 19. apríl voru nýju Hopp rafskúturnar formlega vígðar á götum Siglufjarðar þar sem Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri tók sinn fyrsta Hopp rúnt um bæinn ásamt forsvarsmönnum Hopp þeim Michael Given, sölustjóra, Paula Sagan, sölufulltrúa og Ólöfu Rún Ólafsdóttir, forsvarsmanni Hopp í Fjallabyggð.
Til að byrja með verður boðið upp á 15 hjól á Siglufirði og 10 hjól í Ólafsfirði.
Mælt er með að íbúar skelli sér á hopp rúnt inn í sumarið! Hoppið þó varlega og leggið hjólunum snyrtilega með tilliti til gangandi vegfaranda.
Fyrsta skref er að ná sér í Hopp appið og mun fyrsta ferðin með Hopp vera frí til 26. apríl. Bent er á að 18 ára aldurstakmark er á Hopp hjólin.
Við hjá Fjallabyggð bjóðum Hopp velkomið og erum afar ánægð með að Hopp hafi ákveðið að bjóða upp á sína þjónustu hjá okkur og getum nú boðið upp á grænan samgöngukost. Skúturnar eru þægilegar, nútímalegar og umhverfisvænar sem nýtast heimamönnum jafnt og gestum. Óskum aðstandendum fyrirtækisins góðs gengis.
Gleðilegt Hopp sumar.