Samkvæmt nýjum tölum frá Íslenska gámafélaginu sem sér um sorphirðu og –eyðingu í Fjallabyggð kemur fram að hlutfall
sorps í grænu, brúnu og gráu tunnurnar helst nokkuð stöðugt
milli áranna 2012 og 2013 en þó hefur flokkun sorps í grænu tunnuna minnkað örlítið sem veldur því að sorpmagn í
gráu tunnunni eykst.
Ef tölurnar eru skoðaðar með tilliti til bæjarkjarna sést að á milli áranna 2012 og 2013 hefur sorpmagn í brúnu tunnunni á
Siglufirði hefur aukist sem skilar sér í minna magni sorps í gráu tunnunni. Á Ólafsfirði hefur magnið í brúnu tunnuna hins vegar
minnkað sem veldur talsverðri aukningu sorpmagns í þeirri gráu. Nánar má sjá um þetta í töflunni hér neðar.
Þá er rétt að minna á tilganginn með flokkun sorps en hann felst í því að minnka umfang þess sorps sem fer til urðunar og
auka endurvinnslu. Það er bæði umhverfisvænna og fjárhagslega hagkvæmt. Kostnaður af urðun hefur hækkað mikið og fer hækkandi.
Það er því mikilvægt að halda magni sorps til urðunar í lágmarki. Sorp sem hægt er að endurvinna er verðmæt vara sem hægt
er að selja og nota tekjurnar af því til að lækka kostnað við sorphirðu. Sorpið í gráu tunnunni er sent til urðunar, sorpið úr
brúnu tunnunni er jarðgert en sorpið úr þeirri grænu er endurunnið.
Upphaflegt markmið sorpflokkunarinnar var að urðun (gráa tunnan) yrði einungis þriðjungur af því sem áður var og er það
markmið enn í gildi.
Varðandi sorpmagnið þá jókst það í Fjallabyggð um 3% á milli áranna 2012 og 2013. Á Siglufirði jókst magn
þess um 8% á milli ára en minnkað um 2% á Ólafsfirði á sama tímabili.
Fjallabyggð hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka virkan þátt í flokkun sorps svo ná megi því markmiði sem upphaflega
var sett vegna sorpflokkunarinnar. Allar nánari upplýsingar um sorphirðu- og flokkun má nálgast
HÉR
Hlutföll sorpflokkunar í Fjallabyggð - eftir tunnum og árum
|
|
Ár
|
Græn
|
Brún
|
Grá
|
Siglufjörður
|
2012
|
20,5%
|
28,2%
|
51,3%
|
2013
|
19,9%
|
30,5%
|
49,6%
|
Ólafsfjörður
|
2012
|
23,7%
|
33,5%
|
42,8%
|
2013
|
22,9%
|
31,0%
|
46,1%
|
Heild
|
2012
|
22,1%
|
30,9%
|
47,1%
|
2013
|
21,4%
|
30,8%
|
47,9%
|