Fjallabyggð óskar eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa við félagsmiðstöðina Neon.
Um er að ræða aðila sem sinna afleysingu og einnig möguleiki á föstum vöktum.
Félagsmiðstöðin er opin til skiptis í Ólafsfirði og Siglufirði og eru alla jafna tveir starfsmenn á vakt (einn frá hvorum stað) þarf
því að taka fram hvort sótt er um starf í Ólafsfirði eða Siglufirði.
Starfstími félagsmiðstöðvarinnar er frá 1. september til 31. maí ár hvert.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Fjallabyggðar eða í tölvupósti á gisli@fjallabyggd.iseigi
síðar en 2. janúar næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum Fjallabyggðar og á http://www.fjallabyggd.is/.
Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að skila inn sakavottorði.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Fjallabyggðar við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar virka daga eða í síma 464-9200 og 863-4369.
Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og tómstundafulltrúi