Forsetin situr fyrir svörum nemenda
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Fjallabyggð í gær og í dag.
Í gær var forsetinn á Siglufirði. Þar skoðaði hann Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og heimsótti grunn- og leikskólann. Í hádeginum borðaði hann hádegisverð með íbúum í Skálarhlíð, dvalarheimili aldraðra. Eftir hádegi heimsótti hann nokkur fyrirtæki á Siglufirði og var síðan boðið uppá kaffi í Síldarminjasafninu.
Í dag kom svo forsetinn til Ólafsfjarðar. Hann byrjaði á því að heimsækja leikskólann. Því næst hitti hann nemendur grunnskólans í félagsheimilinu Tjarnarborg þar sem þau yngri sungu fyrir hann áður en hann sat fyrir svörum nemenda. Nemendur voru með margar spurningar til forstans bæði um starf hans og einkalíf. Sumum fannst ansi skrítið að hann væri bæði forseti og afi.
Eftir spjallið við nemendur grunnskólans heimsótti forsetinn nokkur fyrirtæki í Ólafsfirði áður en hann drakk kaffi með heimilisfólkinu á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra.
Veðrið var nú ekki í spariskapinu en forseta virtist líka það vel og sagði það minna á heimaslóðir sínar.