Heilabrot og hugkvæmni: Samtal um sameiginleg hagsmunamál í menningar- og ferðaþjónustu á Norðurlandi

Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt í þessari spennandi vinnustofu næstkomandi föstudag, um sameiginleg hagsmunamál í menningar- og ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Markmiðið er að viðburðurinn verði bæði skemmtilegur og gagnlegur en lagt er upp með að styðja og styrkja samstarf og samtal milli safna og ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og stuðla að sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Þá er mikilvægt að söfn, setur og sýningar annars vegar og ferðaþjónustan hins vegar leiði saman hesta sína og efli samtalið og samstarfið, ekki síst í ljósi þess að heimsóknir á söfn eru þriðja vinsælasta afþreying ferðamanna á Íslandi!

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn. Tilboð verður á léttum hádegisverð á Síldarkaffi.