Héðinsfjarðargöng á skólasetningu

Upplýsingar frá skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga Háfell hefur boðist til að fylgja gestum í gegnum göngin frá Siglufirði til Ólafsfjarðar og til baka aftur þannig að Siglfirðingar komist á skólasetningu um göngin. Bíll fer frá þeim á undan og fylgir fólki í gegn. Einungis er hægt að fara nákvæmlega á þeim tíma sem gefinn er upp því göngin verða bara opnuð á þeim tíma:

Siglufjörður - Ólafsfjörður kl. 12:30
Ólafsfjörður - Siglufjörður kl. 16:00

Bílar verða að vera við gangamunnann nákvæmlega á þessum tíma til að fara í gegn.

Skólameistari