Háskóli unga fólksins og vísindaveisla

Vísindaveislan verður haldin í félagsheimilinu Tjarnarborg, Ólafsfirði og í íþróttahúsi grunnskólans kl. 12 til 16. Þar verður fjölmargt í boði.


Háskólalestin brunar af stað á ný – Stefnum á Fjallabyggð

Háskóli unga fólksins og Vísindaveisla dagana 11. og 12. maí


Á hundrað ára afmæli Háskóli Íslands 2011 var tímamótunum fagnað víða um land með svokallaðri Háskólalest sem ferðaðist um landið við miklar vinsældir. Viðtökur voru með eindæmum góðar og fjölmenntu landsmenn á öllum aldri á viðburði Háskólalestarinnar.  

Vorið 2012 leggur lestin af stað á ný með fræði og fjör fyrir alla. Í maí verða heimsóttir fjórir áfangastaðir: Kirkjubæjarklaustur, Fjallabyggð, Grindavík og Ísafjörður.

Nú er komið að Fjallabyggð og verður Háskólalestin þar dagana 11. og 12.maí. Fyrri daginn sækja nemendur úr efstu deild grunnskóla Fjallabyggðar fjölbreytt námskeið í Háskóla unga fólksins en laugardaginn 12. maí verður litrík vísindaveisla fyrir alla aldurshópa.

Vísindaveislan verður haldin í félagsheimilinu Tjarnarborg, Ólafsfirði og í íþróttahúsi grunnskólans kl. 12 til 16. Þar verður fjölmargt í boði; stjörnutjald, sýnitilraunir, eldorgel, tæki og tól, japönsk menning, jarðvísindi, þrautir og leikir, mælingar og pælingar. Auk þess verður Sprengjugengið  landsfræga með tvær sýningar í Tjarnarborg kl 12:30 og 14:30.

Sýningar verða í Stjörnutjaldinu kl 13 til 16 á hálftíma fresti.

Dagskrá Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!


Hægt er að fylgjast með Háskólalestinni á vef hennar og á Facebook.

http://www.ung.hi.is/haskolalestin

https://www.facebook.com/pages/H%C3%A1sk%C3%B3lalestin/168204169904925

Nánar um Háskóla unga fólksins:

http://www.ung.hi.is/

https://www.facebook.com/pages/H%C3%A1sk%C3%B3li-unga-f%C3%B3lksins-HUF/196229883748644