Frá Ólafsfjarðarhöfn
Fjallabyggð óskar eftir að ráða hafnarvörð til starfa við
Ólafsfjarðarhöfn. Umsóknarfrestur er til 10. desember. Æskilegt er að nýr hafnarvörður geti hafið störf 1. janúar
2008.
Starfssvið:
Hafnarvörður annast almenna starfsemi hafnarinnar og þjónustu
við viðskiptavini hennar. Hann vinnur að vigtun sjávarafla og skráningu
upplýsinga um löndun. Hann vinnur að eftirliti með hafnarsvæðum, umferð um þau
og umgengni og vinnur við daglegt viðhald hafnarmannvirkja og búnaðar
hafnarinnar. Hann vinnur að öryggismálum hafnarinnar, mengunarvörnum og
hafnarvernd með öðrum starfsmönnum Fjallabyggðarhafna.
Hæfniskröfur:
30 tonna siglingaréttindi - pungapróf
Ökuskírteini
Grunnþekking á tölvuvinnslu
Réttindi á hafnarvog eru kostur
Enskukunnátta er kostur
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar
sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Upplýsingar gefur Þórir Kristinn Þórisson, bæjarstjóri, netfang: thorir@fjallabyggd.is, sími: 4649100.