Héðinsfjarðargöngum frestað!

Samgönguráðherra, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, hefur ákveðið að öllum tilboðum í gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð verði hafnað. Ástæður þessa eru þær að ekki þykir ráðlegt að fara í þessar framkvæmdir í því þensluástandi sem nú er í uppsiglingu í þjóðfélaginu, miðað við þær miklu framkvæmdir sem nú eru hafnar og framundan eru á austurlandi, að því er fram kemur í frétt frá samgöngumálaráðuneytinu.Frétt af mbl.is