Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar fór fram í vallarhúsinu í Ólafsfirði miðvikudaginn 13. maí sl.
Lögð var fram árskýrsla og ársreikningar. Í ársskýrslunni er farið yfir verkefni síðasta árs og má segja að starfið hafi verið nokkuð blómlegt. Tap var á rekstri UÍF á síðasta ári upp á rúmar 6.2 milljónir og eru helsta ástæða þess þær endurbætur sem UÍF þurfti að fara í að Hóli eftir brunann sem þar varð í október 2013.
Gestir þingsins voru Baldur Daníelsson frá UMFÍ og Þórey Edda Elísdóttir frá ÍSÍ.
Á þinginu voru þau Guðný Helgadóttir formaður UÍF og Andrés Stefánsson þjálfari SSS sæmd starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyfingarinnar og Skíðafélags Siglufjarðar.
Í lok þings var stjórnarkjör. Guðný var ein í framboði til formanns og því réttkjörinn. Aðrir sem hlutu kosningu í stjórn voru;
Óskar Þórðarson
Þórarinn Hannesson
Helga Hermannsdóttir
Ásgrímur Pálmason.
Guðný Helgadóttir formaður UÍF