Myndir af vef Rúv.
Grunnskóli Fjallabyggðar keppti í gærkveldi í 2. riðli í Skólahreysti 2023 og hafnaði í 2. sæti. Með þeim í riðli voru skólar frá Norðurlandi.
Liði Grunnskóla Fjallabyggðar gekk afar vel og fékk samtals 46,5 stig og endaði í 2. sæti á eftir Lundarskóla sem var með 47 stig. Einungis hálfu stigi munaði á þessum tveim liðum. Dalvíkurskóli var með 43 stig og fagnaði 3. sætinu.
Keppt var í upphýfingum, dýfingum, hraðaþraut, armbeygjum og hreystigreip.
Keppendur frá Grunnskóla Fjallabyggðar voru þau, Hlynur Freyr Ragnarsson og Svava Rós Kristófersdóttir í hraðabraut, Viktor Máni Pálmason í upphýfingum og dýfum og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir sem keppti í armbeygjum og hreystigreip. Til vara voru þau Silja Rún Þorvaldsdóttir og Dawid Saniewski.
Ótrúlega flottur árangur hjá liðinu og óskar Fjallabyggð keppnisliðinu innilega til hamingju með árangurinn.
Stigatafla Grunnskóla Fjallabyggðar