Gróðursetning til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur

Gróðursett verður sunnan við kirkjutröppurnar
Gróðursett verður sunnan við kirkjutröppurnar

Viðamikið gróðursetningarátak mun fara fram í öllum sveitarfélögum landsins laugardaginn 27. júní. Gróðursett verða þrjú birkitré, eitt fyrir stúlkur, eitt fyrir drengi og eitt fyrir ófæddar kynslóðir.  Gróðursetningin er til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að hún var kjörin í embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörin forseti.

Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess um land allt ásamt þeim sveitarfélögum þar sem skógræktarfélög eru starfandi standa fyrir þessum viðburði.

Í Fjallabyggð verða tréin gróðursett sunnan við tröppurnar upp að Siglufjarðarkirkju. Dagskrá hefst á Bókasafni Fjallabyggðar kl. 11:00 þar sem gerð verður stuttlega grein fyrir starfsemi Skógræktarfélags Siglufjarðar. Að því loknu verður gengið að tröppunum þar sem gróðursetningin fer fram.

Það verða þau Mikael Daði Magnússon (2005) og Sylvía Rán Ólafsdóttir (2006) sem munu gróðursetja fyrir drengi og stúlkur og svo munu Hanna María Hjálmtýsdóttir og Jón Heimir Sigurbjörnsson gróðursetja fyrir ófæddar kynslóðir.


Vinnuskóli Fjallabyggðar
Unnið að því að fegra í kringum kirkjutröppurnar