Grenndarkynning vegna Norðurgötu 19, Siglufirði

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 25. febrúar sl. var samþykkt að veita Rarik heimild til þess að reisa aðveitustöð á Norðurgötu 19 á Siglufirði. Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir viðkomandi svæði þarf framkvæmdin í grenndarkynningu áður en byggingarleyfi er veitt. 

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar 6. maí sl. var lögð fram tillaga að grenndarkynna ofangreinda framkvæmd.  Gert er ráð fyrir að reisa aðveitustöð (spennistöð)  á lóðinni sem er 603 m2 og að heildarflatarmál mannvirkisins verði 325,5 m2 samkv. meðfylgjandi uppdrætti Helga Hafliðasonar arkitekts dags. 20. febrúar 2009.

Með vísan til 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 er eftirtöldum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Vetrarbraut 21-23,
Seyra ehf 450907-0220 – (Gunnar Smári Gunnarsson)Norðurgata 11,
íbúð 01 01010  Sigþóra Gústafsdóttir 220453-5619
íbúð 01 0102  Aðalbjörn Rögnvaldsson 151129-3749
Íbúð 01 0201 Sigurjón Hörður Geirsson  090354-5909
Íbúð 01 0202  Hans Þorvaldsson 300833-3069

Norðurgata13, 
Íbúð 02 0101  Sigurjón Rúnar Rafnsson  281265-5399
                     María Kristín Sævarsdóttir  290365-3419
Íbúð 02 0102  Hinrik Aðalsteinsson  020730-4399
Íbúð 02 0201  Þórður Jónsson  261042-2239
Íbúð 02 0202  Elvar Örn Elefsen  060858-6759

Norðurgata 15-16,
Byggingarfélagið Berg ehf 550109-0770 – (Þorsteinn Jóhannesson)

Norðurgata 24,
Rammi hf 681271-1559– (Ólafur Marteinsson)

Grundargata 16, 
Níels Friðbjarnarson 070918-7499

Grundargata 18,
Ragnar Helgason  140926-2569Grundargata 20,
Jónas Sumarliðason 100652-4129
Brynja Svavarsdóttir 041047-3649

Grundargata 24,
01 0101  Tómas P. Óskarsson  120159-3139
01 0102  Daði Steinn Björgvinsson 220584-2759
              Örvar Tómasson  070286-2979

Eyrargata 8,
Guðbrandur Jóhann Ólafsson  130856-5359
Sigríður Elva Ólafsdóttir 091158-6209

Eyrargata 12,
Stefán Einarsson  140148-8149
Fanney Emma Baldvinsdóttir  220454-3719

Bent skal á að leigutakar húsnæðis á ofangreindum lóðum teljast einnig til hagsmunaaðila og skulu húseigendur kynna tillöguna fyrir þeim.

Vegna hugsanlegra framkvæmda á lóðinni þurfti að endurskilgreina lóðin, frá því að vera athafnalóð í iðnaðarlóð.  Hefur sú breyting á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023 verið auglýst en er ekki formlega frágengin hjá Skipulagsstofnun.

Tillagan verður til kynningar á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24 á Siglufirði frá kl: 8.00 til 16.00 alla virka daga og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is undir flokknum útgefið efni.

Kynning hefst þann 15. maí nk. og skal athugasemdum við ofanskráða tillögu komið til skipulags- og byggingarfulltrúa skriflega eða á netfangið stefan@fjallabyggd.is eigi síðar en 12. júní 2009.  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur veitt heimild til þess að tímabil grenndarkynningarinnar verði stytt ef að allir hagsmunaaðilar samþykkja tillöguna og undirrita yfirlýsingu á viðkomandi uppdrátt um að þeir geri ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd, áður en fjórar vikur eru liðnar.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Ragnar skipulags og byggingarfulltrúi Fjallabyggðar á skrifstofu sinni að Gránugötu 24 eða í síma 864-1491.

Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast henni samþykkir

Stefán Ragnar Hjálmarsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi