Grasrótarverðlaun KSÍ og UFEA vor afhent KF (áður KS)

Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA voru veitt á 65. ársþingi KSÍ og voru þrjú félög sem fengu þau afhent.  Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og eru þessir flokkar ákveðnir af UEFA. Einn þessara flokka er Grasrótarviðburður stúlkna, en í þessum flokki fék KS verðlaun fyrir Pæjumót TM. Félaginu voru afhentir Boltar og viðurkenning frá UEFA. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mótið og það starf sem félagið er að gera.

Það var Hlynur Guðmundsson framkvæmdarstjóri KF sem tók við verðlaununum á ársþingi KSÍ á laugardaginn.