Göngudagur í grunnskólanum, bæjarbúum boðið með

Þriðjudaginn 9. september er fyrirhugað (ef veður verður skaplegt) að grunnskólanemendur í Fjallabyggð skelli sér í í fjallgöngu.  
Ákveðið hefur verið að bjóða bæjarbúum með í gönguferðirnar. Þær eru miserfiðar og þyngjast eftir aldri nemenda. Gönguferðirnar Siglufjarðarmegin hefjast kl. 9:30 og Ólafsfjarðarmegin kl. 8:30. Þeir sem hyggjast slást í för þurfa sjálfir að koma sér á upphafsstað göngu.

Gönguleiðir 
1.-4.bekkur Siglufirði: Ríplar - frá skólahúsi Siglufirði 

1.-4.bekkur Ólafsfirði: Kvíabekkjardalur -  frá skólahúsi Ólafsfirði (sameinast í bíla) 

5.bekkur: Brimnesdalur - frá skólahúsi Ólafsfirði 

6.bekkur: Burstabrekkudalur - frá skólahúsi Ólafsfirði 

8. 9. og 10.bekkur: Siglufjarðarskarð - frá afleggjara að Hraunum í Fljótum og endað á Siglufirði 

Með fyrirvara um breytingar. Upplýsingar á http://grunnskoli.fjallabyggd.is