Góður árangur í boccia á Landsmóti 50+

Þátttakendur í boccia á Landsmóti 50+
Þátttakendur í boccia á Landsmóti 50+

Landsmót 50 ára og eldri fór fram á Blönduósi um síðustu helgi.  Fjögur lið frá Skálarhlíð tóku þátt í boccia-keppni Landsmótsins en alls voru 36 lið skráð til leiks. Liðunum gekk mjög vel og komust tvö lið í 8 liða úrslit. Munaði litlu að þriðja liðið kæmist í úrslit en þar réði boltafjöldinn í riðlinum niðurröðun liða og var boltafjöldinn liðinu ekki nógu hagstæður til að komast í úrslit. Dregið var í 8 liða úrslitin og drógust liðin frá Skálarhlíð saman og öttu því kappi á móti hvort öðru. Um úrsláttarkeppni var að ræða og komust sigurvegarnir úr þessum leik því í 4 liða úrslit. Sveinn, Hjálmar og Jónas gerðu sér lítið fyrir og fóru alla leið í úrslitaleikinn og töpuðu þeir honum naumlega. Frábær árangur hjá þeim og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.  Ferðin gekk mjög vel og voru allir þátttakendur himinlifandi með ferðina og árangurinn á mótinu.  

Silfurhafar í boccia

Silfurverðlaunahafar í boccia á Landsmóti 50+ ásamt Helgu Hermannsdóttur sérlegum þjálfara, fararstjóra og bílstjóra.