Góðir gestir í Fjallabyggð

Laxinum var gerður góður rómur.
Laxinum var gerður góður rómur.
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar var haldin í þriðja sinn í gær. Á milli 80 og 100 manns sem starfa í ferðaþjónustu á landinu sóttu Eyjafjörð heim af þessu tilefni. Hópurinn hafði viðkomu í Ólafsfirði í boði bæjarstjóra.

Hópnum var ekið að holu 13 í Laugarengi þar sem Norðurorka er með aðstöðuhús. Þar var boðið upp á snittur með reyktum laxi frá fiskeldisstöðinni Hlíð og kynntir helstu möguleikar varðandi ferðaþjónustu í Fjallabyggð. Bæjarstjóri sagði einnig frá væntingum heimamanna um áhrif opnunar Héðinsfjarðarganga í árslok 2009 á ferðaþjónustu á svæðinu. Fjallabyggð þakkar ferðaþjónunum fyrir komuna og ánægjulega viðkynningu.

ferdathjonustuferd_600
Bæjarstjóri sagði frá helstu möguleikum í Ferðaþjónustu.