Góð heimsókn frá Færeyjum

Kór eldri borgara í Fjallabyggð söng fyrir gesti
Kór eldri borgara í Fjallabyggð söng fyrir gesti

Í gær voru á ferðinni góðir gestir frá Eidi í Færeyjum sem er vinabær Siglufjarðar. Um var að ræða hóp eldri borgara af sambýli í Eidi ásamt starfsfólki. Hópurinn hefur dvalið á Akureyri frá 6. maí og í gær skruppu þau dagsferð til Siglufjarðar. Heimsóttu þau Síldarminjasafnið og Skálarhlíð þar sem þau fengu að kynnast starfsemi dagþjónustunnar.  Félag eldri borgara á Siglufirði tók þátt í því að taka á móti hópnum og stóð félagið fyrir smá skemmtun og var boðið upp á tónlist og söng. Kór eldri borgara í Fjallabyggð söng m.a. fyrir hópinn.  Hluti af hópnum hefur komið nokkrum sinni til Siglufjarðar bæði sem sjómenn og einhverjir til að keppa í knattspyrnu og handbolta á sínum yngri árum. Færeyingarnir voru mjög ánægðir með góðar móttökur og afhentu þau formanni bæjarráðs, formanni félags eldri borgara og forstöðumanni dagþjónustunnar gjafir í þakklætisskyni.

Heimsókn frá Færeyjum
Þessir herramenn tóku á tal saman og rifjuðu upp gamla tíma. 

Heimsókn frá Færeyjum
Sprækir tónlistarmenn léku fyrir gesti.

Heimsókn frá Færeyjum
Að sjálfsögðu var stiginn dans.

Heimsókn frá Færeyjum

Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs, Helga Hermannsdóttir forstöðumaður dagþjónustu
og Sverrir Sveinsson formaður félags eldri borgara á Siglufirði taka á móti gjöfum.