Bjarni Þorgeirsson og Kristinn Georgsson
Þann 22. janúar 2014 voru liðin 90 ár frá stofnun karlakórsins Vísis. Þess var minnst með sýningu í bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði síðasta vetur í tengslum við afmæli bókasafnsins. Gert var átak í að safna og skrá í héraðsskjalasafnið fjölbreyttu efni sem tengist sögu kórsins. Þar má nefna t.d. söngskrár, fundargerðir, bókhald, hljómpötur, nótur, og margt fleira. Í þakklætisskyni færðu stjórnarmenn í kórnum, þeir Bjarni Þorgeirsson og Kristinn Georgsson, bókasafninu á Siglufirði nýverið að gjöf forláta plötuspilara sem spilar 33, 45 og 78 snúninga plötur. Nú geta gestir hlustað á plötur karlakórsins Vísis um leið og þeir skoða Vísismunina sem staðsettir eru á bókasafninu. Myndin af þeim félögum er tekin þegar þeir voru að líma áletrað merki á plötuspilarann.
Fleiri myndir má sjá á facebooksíðu safnins.