Gjöf til bókasafnsins á Siglufirði í tilefni 90 ára afmælis karlakórsins Vísis

Bjarni Þorgeirsson og Kristinn Georgsson
Bjarni Þorgeirsson og Kristinn Georgsson

Þann 22. janúar 2014 voru liðin 90 ár frá stofnun karlakórsins Vísis. Þess var minnst með sýningu í bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði síðasta vetur í tengslum við afmæli bókasafnsins. Gert var átak í að safna og skrá í héraðsskjalasafnið fjölbreyttu efni sem tengist sögu kórsins. Þar má nefna t.d. söngskrár, fundargerðir, bókhald, hljómpötur, nótur, og margt fleira. Í þakklætisskyni færðu stjórnarmenn í kórnum, þeir Bjarni Þorgeirsson og Kristinn Georgsson, bókasafninu á Siglufirði nýverið að gjöf forláta plötuspilara sem spilar 33, 45 og 78 snúninga plötur. Nú geta gestir hlustað á plötur karlakórsins Vísis um leið og þeir skoða Vísismunina sem staðsettir eru á bókasafninu.  Myndin af þeim félögum er tekin þegar þeir voru að líma áletrað merki á plötuspilarann.

Fleiri myndir má sjá á facebooksíðu safnins.