Lagt fram erindi Hjólreiðafélags Akureyrar (HFA) dags. 09.07.2020 þar sem fram kemur að Gangamót Greifans og Hjólreiðafélags Akureyrar, verður haldið fimmtudaginn 23. júlí nk., mótið er hluti af Hjólreiðahátíð Greifans, eins og verið hefur síðustu ár.
Óskað er eftir formlegu samþykki sveitarfélagsins fyrir því að mótið verði haldið. Sömuleiðis er óskað eftir upplýsingum um hvort fyrirhugaðar séu framkvæmdir á leiðinni, fram að mótsdegi eða á mótsdeginum sjálfum. Þá er einnig óskað eftir því að sveitarfélagið aðstoði við að koma upplýsingum um mótið til íbúa og aðstoði við að útvega búnað sem gæti þurft til að setja upp í tengslum við umferðarstýringu, keilur, borðar, aðvörunar- og hjáleiðaskilti og fleira í þeim dúr. HFA gerir ráð fyrir að sveitarfélagið veiti samþykki fyrir sitt leyti, berist engar athugasemdir fyrir 17. júlí nk.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
Nánar á viðburðadagatali Fjallabyggðar.
Umferðarstýring verður í Ólafsfjarðargöngunum fyrir fyrstu hópa allra flokka í bikarmóti til að auka öryggi keppenda. Ekki er hægt að loka göngunum fyrir alla keppendur en umferð verður stýrt til að hafa sem minnst áhrif á framvindu keppni.