Góður afli smábáta.

Undanfarnar vikur hefur afli smábáta verið afar góður og fjöldi báta hefur verið að landa hér undanfarið. Í maímánuði er aflinn að nálgast 400 tonn af smábátum og ljóst að hann fer vel yfir 400 tonn í mánuðinum þar sem allir bátar eru á sjó í dag.Hluti af þessum afla er unnin hér á Siglufirði en einnig fer stór hluti á markað, yfir 200 tonn hafa farið í gegnum Fiskmarkað Siglufjarðar í þessum mánuði.Útlit er fyrir að þessi góða veiði haldi áfram enda spáin góð og sífellt að bætast við fleiri bátar til löndunar.