19.11.2003
Sunnudaginn 9. nóvember var Fatahönnunarkeppni Grunnskólanna haldin í Kringlunni í Reykjavík. Frá Grunnskóla Siglufjarðar fóru 13 keppendur. Sjö stúlkur úr 8.bekk, tvær úr 9.bekk og fjórar úr 10.bekk. Bara það að þær voru valdar til að sýna flíkurnar sínar gerði þær allar af sigurvegurum.Verðlaun í keppninni voru í formi aukinna möguleika í framtíðinni og hlutu stelpurnar frá Siglufirði eftirfarandi verðlaun: Kjóll í fjöldaframleiðslu: Pálína Dagný Guðnadóttir úr 9.bekk. Þáttaka í Iceland Fashion Week í febrúar, þær fara sem hönnuðir: Sigurbjörg Hildur Steinsdóttir, 10.b. Sunna Lind Jónsdóttir, 10.b. Pálína Dagný Guðnadóttir, 9.b. Stefanía Regína Jakobsdóttir, 8.b. Þriðju verðlaun fyrir hár og förðun: Pálína Dagný Guðnadóttir, 9b.Frábær árangur hjá stelpunum og við óskum þeim öllum að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn.