Fyrsta loðnan á þessu ári komin til Siglufjarðar!

Fyrsti loðnufarmurinn á þessu ári kom til Siglufjarðar í dag þegar Guðmundur Ólafur ÓF, kom að landi með um 1.300 tonn af loðnu kl. 14.00 Að venju afhenti forseti bæjarstjórnar áhöfn fyrsta loðnuskipsins tertu frá bæjarstjórn og kom það í hlut Sigurðar Jóhannessonar bæjarfulltrúa og forseta bæjarstjórnar í fjarveru Guðnýjar Pálsdóttur að afhenda tertuna. Von var á öðrum farmi síðar í dag en áætlað er að Börkur NK komi til hafnar á Siglufirði með um 1.700 tonn af loðnu og er því hægt að segja að byrjunin á vertíðinni hér fyrir norðan lofi góðu og verður vonandi framhald á.