26.09.2003
Firmakeppni hestamannafélagsins Glæsis fór fram á íþróttavelli félagsins á bökkum Hólsár Laugardaginn 20. september og hófst klukkan 15,00.Dómarar mótsins voru. Gunnar Guðmundsson og Halldór Þorvaldsson. Að þessu sinni tóku 52 fyrirtæki þátt, sem er mun meiri þátttaka en áður hefur verið. Dregið var um keppanda fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig.Fyrirtækjakeppnin er liður í átaki Glæsisfélaga til að gera skeiðbraut við íþróttavöll félagsins á bökkum Hólsár, sem gjörbreytir aðstæðum til mótahalds og gerir ágætt mótasvæði enn betra.Keppnin fór þannig fram að riðnir voru tveir hringir tölt eða brokk og voru þrír inná vellinum í einu og sá sem hafði bestu einkunnina hélt áfram keppni í seinni umferðum, þannig hélt mótið áfram þangað til að sex kepptu til úrslita. Hestamannafélagið Glæsir vill koma á framfæri þakklæti til allra sem studdu okkur í þessu átaki okkar.Sigurvegari varð Trésmíðaverkstæði Ólafs Kárasonar, keppandi fyrir hann var Haraldur Marteinsson á hestinum Glampa,Í öðru sæti varð Vélaleiga Stefáns Einarssonar, keppandi fyrir hann var Katrín Haraldsdóttir á stóðhestinum SkorraÍ þriðja sæti varð Siglfirðingur ehf, keppandi fyrir hann var Ólafur Marteinsson á hestinum Korg.Að lokinni firmakeppninni var keppt til úrslita í barna og unglingaflokki.1. Brynhildur Ólafsdóttir á hestinum Blesa hún keppti fyrirGuðrúnu Maríu fiskverkun. 2. Hilmar Snær Símonarson á hestinum Kela hann keppti fyrir Sundhöll Siglufjarðar.3. Vigfús Rúnarsson á hestinum Vini hann keppti fyrir Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Að loknu mótahaldi fór fram svonefnd kvennareið, þessi dagskrárliður var undir stjórn þeirra Helgu Lúðvíksdóttur og Kolbrúnar Gunnarsdóttur.Mjög góð mæting var þrátt fyrir að veðrið væri nokkuð hvasst, að lokinni kvennareiðinni var haldin uppskeruhátíð hestamanna sem stóð fram á kvöld.