Fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar 15. júní nk.

51. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í ráðhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 15. júní kl. 17.00.

Dagskrá

1. Úrslit bæjarstjórnarkosninga í Fjallabyggð 29.05.2010.
2. Kynntur samstarfssamningur B- og D- lista kjörtímabilið 2010-2014.
3. Samþykktir um stjórn og fundarsköp fyrir Fjallabyggð. Breytingar á nefndum.
Tillaga er um að leggja niður húsnæðisnefnd og stjórn Tjarnarborgar.
4. Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum.
a. Kjör forseta bæjarstjórnar.
b. Kjör 1. varaforseta bæjarstjórnar.
c. Kjör 2. varaforseta bæjarstjórnar.
d. Kosning tveggja skrifara og tveggja til vara.
e. Kosning í bæjarráð, aðalmenn og varamenn.
f. Kosning í nefndir og stjórnir.

Siglufirði 11. júní 2010
Ólafur H Marteinsson
bæjarfulltrúi