Fundur með handverksfólki úr Fjallabyggð

Miðvikudaginn 28. mars verður haldinn fundur með handverksfólki úr Fjallabyggð sem áhuga hefur á að taka þátt í Norrænu Strandmenningarhátíðinni sem haldin verður dagana 4. – 8. júlí nk. á Siglufirði.

Fundurinn verður í Ráðhússal Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði frá kl. 11:00-12:00

Undirbúningur að hátíðinni er í fullum gangi og er m.a. verið að teikna upp hátíðarsvæðið og því mikilvægt að við vitum hversu margir þátttakendur verða frá Fjallabyggð.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta en vilja vera með geta haft samband við Lindu Leu á netfangið lindalea@fjallabyggd.is eða í síma 861-0268 eða við Anítu á netfangið anita@sild.is eða  í síma 865-2036.