Fuglasvæði á Siglufirði
Vakin er athygli á því að varp fugla er að hefjast og er þeim tilmælum beint til fólks að taka tillit til þess og vera ekki á
ferð um varpsvæðin að óþörfu og alls ekki með hunda.
Á Siglufirði er það svæðið í kringum Leirurnar, Langeyrartjörn og á tanganum við Innri höfn.
Í Ólafsfirði er það svæðið í kringum Ólafsfjarðarvatn.
Varðandi hundasvæði á Siglufirði þá er það í Skútudal sunnan vegarins sem liggur upp í Héðinsfjarðargöng.
Svæðið er óafgirt og stórt. Hægt er að nálgast svæðið frá tveimur stöðum. Þegar keyrt er frá bænum er
hægt að beygja til hægri annars vegar við afleggjara rétt ofan við kirkjugarðinn og hins vegar við afleggjara rétt utan við munna
Héðinsfjarðarganga.
Hundasvæðið í Ólafsfirði er í Skeggjabrekkudal sunnan golfvallar. Svæðið er óafgirt og stórt. Hægt er að
nálgast svæðið með því að keyra Garðsveg og beygja upp í dalinn við afleggjara rétt sunnan við brúna yfir
ána.