Frístundaakstur í sumar

Vakin er athygli á því að aksturstafla vegna frístundaaksturs milli byggðakjarna hefur tekið breytingum. Tímasetningar ferðanna hafa verið sniðnar að leikjanámskeiðum og æfingatíma KF í sumar og mun rútan því ferðast á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar þannig að iðkendur KF komist á réttum tíma á æfingar og heim aftur.

Íbúar Fjallabyggðar geta einnig nýtt sér rútuna sem ferðakost sé nægt pláss í henni eftir að allir iðkendur KF eru komnir um borð, en eins og gefur að skilja verða þeir að ganga fyrir.

Hérna má finna nýja tímatöflu yfir rútuferðirnar í sumar.