Fréttatilkynning frá Íslenska Gámafélaginu

Dagana 5.-8. nóvember næstkomandi munu ráðgjafar frá Íslenska Gámafélaginu heimsækja alla íbúa í Fjallabyggð og veita faglega ráðgjöf og svara þeim spurningum sem kunna að koma upp varðandi breytingar á sorphirðu.  

Áður verður búið að dreifa handbók um nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Fjallabyggð. Mjög mikilvægt er að varðveita vel sorphirðuhandbókina. Hún veitir almennar upplýsingar um flokkun, hvernig kerfið virkar og aðrar gagnlegar upplýsingar. Til að fræðslan verði sem skilvirkust bendum við íbúum á að kynna sér bæklinginn áður en ráðgjafar Íslenska Gámafélagsins koma í heimsókn.

Einnig verður hægt að fá ráðgjöf í síma 577 5757 eða með því að senda tölvupóst á netfangið igf@igf.is.

Við hlökkum til að sjá þig,

Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins