Fréttatilkynning - Strákagöng lokuð tímabundið vegna vinnu

Fréttatilkynning

Strákagöng lokuð tímabundið vegna vinnu

Vegna viðhalds- og framkvæmda verða Strákagöng lokuð fyrir umferð frá kl. 20:00 til 06:00 frá og með sunnudeginum 12. janúar og til föstudagsins 17. janúar.

Uppsafnaðri umferð verður hleypt kl. 22:00 og 24:00 og eftir það verða einhverjar tafir á umferð vegna vinnu.

Vegfarendur eru hvattir til að skipuleggja ferðir sínar í samræmi við lokanir.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum skilning og tillitsemi.

Vegagerðin.