Löggæslukostnaður vegna „Síldarævintýris á Siglufirði“ felldur niður

Fréttatilkynning frá Fjallabyggð

Löggæslukostnaður vegna „Síldarævintýris á Siglufirði“ felldur niður.

Þann 12. júlí 2016 ákvað lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra að innheimta löggæslukostnað vegna bæjarhátíðarinnar „Síldarævintýrið á Siglufirði“ sem haldin var dagana 29. – 31. júlí 2016.
Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð mótmæltu þessari ákvörðun lögreglustjórans og neituðu að greiða löggæslukostnaðinn.
Eftir nokkurt þref á milli deiluaðila var ákveðið að vísa málinu til úrskurðar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Úrskurður ráðuneytisins er eftirfarandi:

„Ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra dagsett 12. júlí 2016 um innheimtu löggæslukostnaðar af fjárhæð kr. 180.000.- vegna „bæjarhátíðarinnar á Siglufirði“ er felld úr gildi“.

Úrskurður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.