Framkvæmdir við Sundlaugina í Ólafsfirði

Mynd: Gísli Kristinsson
Mynd: Gísli Kristinsson
Í vikunni var skrifað undir samning við GJ smiði um byggingu tækjarýmis og aðrar frakvæmdir við sundlaugina í Ólafsfirði. Um er að ræða nauðsynlega framkvæmd vegna breytinga á hreinsibúnaði sundlaugarinnar. Þegar vitað var að þessi framkvæmd yrði á dagskrá varið ákveðið að teikna upp framtíðarskipulag á svæðinu.

Þar má nefna nýja heita potta, rennibraut, lendingarlaug og nýbyggingu undir líkamsrækt. Þær framkvæmdir sem er verið að gera í þessari lotu og hefur verið samið við GJ smiði um er bygging tæknirýmis, frágangur girðingar, steypa upp potta og lendingarlaug. Tæknirýmið verður hannað þannig að það er hugsað sem undirstaða fyrir rennibrautina, þannig að í næsta áfanga þarf bara að koma rennibrautinni fyrir þar sem búið verður að gera grunninn fyrir hana. Áætlað er að þetta svæði verði tekið aftur í notkun fyrir sumarið.  

Hérna má sjá grunnmynd af svæðinu eins og það mun koma til með að líta út í framtíðinni

sundlaug_yfirlitsmynd_640

Pottasvæðið, efst uppi til hægri á myndinni má sjá hringstiga, en þar verður rennibrautin og endar í kerinu sem er niðri í vinstra horninu á myndinni.