Framkvæmdir hafnar við Leikhóla í Ólafsfirði

Frá undirritun samnings um viðbyggingu
Frá undirritun samnings um viðbyggingu
Framkvæmdir eru nú hafnar við nýja viðbyggingu við Leikhóla, leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Búið er að grafa fyrir grunni og vinna er hafin við að setja upp steypumót.

Samningur við GJ-smiði í Ólafsfirði um verkið var undirritaður 20. ágúst sl. að undangengnu útboði. Tvö tilboð bárust. Í viðbyggingunni verður skrifstofu- og starfsmannaaðstaða, auk einnar nýrrar deildar. Skipulagi og nýtingu núverandi húsnæðis verður breytt þegar viðbyggingingin verður tekin í notkun og þar komið upp fullkominni eldhúsaðstöðu.