22.11.2002
Nú hillir loks undir verklok við skíðalyftuframkvæmdirnar. Verkið hefur gengið vonum framar og ef allt gengur að óskum gera menn sér vonir um að nýja lyftan (Bungulyftan) verði komin í gagnið í byrjun desember. Að undanförnu hefur verið unnið við frágang á lyftumöstrum, öryggisvír og raflögnum. Þessa dagana er verið að ganga frá öryggisrás og stillingum á hjólastellum. Gert er ráð fyrir að fljótlega verði hægt að fara í að splæsa saman togvírinn og að því loknu er lyftan nánast klár. Við neðri lyftuna er búið að setja upp uppgerða drifstöð sem áður hafði þjónað skíðalyftunni í Hólshyrnu til fjölda ára. Verið er að ganga frá lýsingu á neðra svæðinu og ætti hún að vera tilbúin næstu daga. Staðsetning á þjónustuhúsi fyrir skíðasvæðið hefur verið ákveðin á bílastæðinu við neðri lyftuna. Þess ber að geta að undanfarnar vikur hefur verið nægur skíðasnjór við nýju lyftunna og verður spennandi að sjá hvort hægt verður að bjóða Siglfirðingum á skíði fyrir jól.Nánari upplýsingar um framkvæmdirnar er hægt að finna á www.simnet.is/skisigl