Frá Farskólanum miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsvísir vorannar er kominn í öll hús. Minnum meðal annars á eftirfarandi námskeið og þjónustu Farskólans á Siglufirði:

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum – 300 kest nám fyrir fullorðna. Kennsla hefst um leið og hópur er klár á Siglufirði. - Staðkennt.
Þjónusta náms- og starfsráðgjafa bæði í fyrirtækjum og til einstaklinga á Siglufirði - ráðgjöf og upplýsingar varðandi nám og störf. Hægt er að panta tíma í síma 455-6013. - Þjónustan kostar ekkert.
Örnámskeið fyrir háskólanema – vinnubrögð í háskólanámi.

Farskólinn verður í Ráðhúsinu, annarri hæð, á Siglufirði föstudaginn 12. febrúar kl. 11:00 – 14:30.
Síminn í Farskólanum er 455-6010

www.farskolinn.is