Í dag, miðvikudaginn 21. nóvember er forvarnardagur í flestum grunnskólum landsins. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands
í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag
íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu
Actavis.
Í tengslum við Forvarnardaginn verða kynnt nokkur heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Athygli foreldra unglinganna
verður einnig vakin á þessum ráðum sem og allra fjölskyldna í landinu.
Helstu punktar eru þessir:
- Unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu
fíkniefna
- Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum.
- Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að
bráð.
- Ráðin eru byggð á niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna.
Vefsvæði forvarnardagsins er
http://www.forvarnardagur.is.