Forsetakosningar 1. júní 2024

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 1. júní 2024.

Upplýsingar um kosningarnar eru að finna á kosningavef Stjórnarráðsins, kosning.is

Kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands, er fram eiga að fara laugardaginn 1. júní 2024, verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði og í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði

Kjörskrá Fjallabyggðar

Kjörskrá vegna kosninga til embættis forseta Íslands sem fram eiga að fara laugardaginn 1. júní 2024 mun liggja frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Fjallabyggðar á opnunartíma bæjarskrifstofu frá og með 13. maí 2024.

Á kjörskrá Fjallabyggðar eru allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og voru með lögheimili hér á landi 24. apríl 2024.

Íslenskir ríkisborgarar, sem náð hafa 18 ára aldri og hafa átt lögheimili hér á landi, eiga kosningarrétt í sextán ár í því sveitarfélagi sem þeir fluttu lögheimili frá.

Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri sem fluttu lögheimili sitt fyrir meira en 16 árum geta átt kosningarrétt hafi þeir sótt um það til Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember 2023.

Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt og eru því ekki á kjörskrá.

Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands, skra.is, er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hvort aðilar eru á kjörskrá eða ekki. Leiðbeiningar og upplýsingar um kosningarnar er einnig að finna á vefsíðunni kosning.is.

Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands sem tekur þær þegar til meðferðar og gerir viðeigandi leiðréttingar ef við á. Slíkar leiðréttingar má gera fram á kjördag.

Kjörfundir í Fjallabyggð - kjörstaðir

Kjörfundur vegna kjörs forseta Íslands sem fram á að fara laugardaginn 1. júní 2024, verðua verða tveir.

Menntaskólinn á Tröllaskaga, Ægisgötu 13, 625 Ólafsfirði
Ráðhús Fjallabyggðar,  Gránugötu 24, 580 Siglufirði

Kjörfundur mun hefjast kl. 10:00 og standa til kl. 22:00.

Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar hefur yfirumsjón með starfi undirkjörstjórna sem sjá um framkvæmd kosninga í Siglufirði og Ólafsfirði.

Kjósendum eru minntir á að hafa tiltæk persónuskilríki á kjörstað.

Utankjörfundarkosning

Á vefnum kosning.is má finna upplýsingar um utankjörfundarkosningu.  

Kjósendum er einnig bent vefinn Forsetakosningar-2024 þar sem er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.